Sport

Cristiano Ronaldo á Íslandi: Skellti sér upp á jökul

Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo virðist vera á Íslandi en ef marka má Instagram-síðu kærusutu hans​, Georgina Rodríguez, skelltu þau sér í snjósleðaferð upp á jökul fyrr í dag.

Ronaldo ásamt Georgina og elsta syni sínum, Cristiano Jr. við verðlaunafhending um áramótin. Fréttablaðið/Getty

Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo virðist vera á Íslandi en ef marka má Instagram-síðu kærustu hans, Georgina Rodríguez, skelltu þau sér í snjósleðaferð upp á jökul fyrr í dag.

Ronaldo sem virðist vera upp á Langjökli er ein skærasta stjarna heims en hann hefur leikið með Real Madrid undanfarin níu ár.

Hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum á ferlinum, ensku- og spænsku deildina, bikarinn í báðum löndum ásamt því að verða Evrópumeistari með Portúgal sumarið 2016.

Þá hefur hann fimm sinnum verið valinn besti knattspyrnumaður heims (e. Ballon d'Or) en hann er ásamt Lionel Messi talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma.

Þar að auki er hann fatahönnuður eftir að hafa unnið að eigin fatalínu og þekktur fyrir að vera duglegur að styðja við hin ýmsu góðgerðarstörf. Er hann einnig gríðarlegur áhrifavaldur enda með tæplega 200. milljónir fylgjenda á Twitter og Instagram síðu sinni.

Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem Georgina setti inn á Instagram-síðu sína en ef Story-ið hjá henni er skoðað má sjá þau hjónakornin á fleygiferð á jöklinum.

☃️❤️☃️ Maravillas de la naturaleza...

A post shared by Georgina Rodríguez (@georginagio) on

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sport

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Körfubolti

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Fimleikar

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Auglýsing

Nýjast

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Gunnar niður um eitt sæti á styrk­leika­lista UFC

City og Barcelona að berjast um Saul

Mourinho búinn að neita nokkrum starfstilboðum

Ronaldo sleppur við leikbann fyrir hreðjafagnið

Auglýsing