Knattspyrnulið Crewe Alexandra sendi Stelpunum okkar kveðju fyrir leik Íslands og Frakkland á Evrópumótinu í kvöld.

Þar kemur fram að allir innan félagsins vonist til þess að vinir þeirra hjá Íslandi nái í þau úrslit sem þurfi til.

Þá fylgir kveðjunni mynd af leikmönnum Crewe og leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins á æfingasvæði Crewe.