Körfubolti

Craion snýr aftur til Íslands: Samdi við Keflavík í dag

Mike Craion, miðherjinn sterki, er búinn að semja við Keflavík á ný en hann staðfesti þetta í samtali við Karfan.is í kvöld.

Craion tekur hér við verðlaunum sem besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins er hann lék með KR þar sem hann var einn besti leikmaður deildarinnar. Fréttablaðið/Ernir

Mike Craion, miðherjinn sterki, er búinn að semja við Keflavík á ný en hann staðfesti þetta í samtali við Karfan.is í kvöld.

Craion lék í fjögur ár á Íslandi á sínum tíma, tvö ár með Keflavík og tvö ár með KR þar sem hann varð Íslandsmeistari tvö ár í röð.

Var hann einn besti leikmaður deildarinnar með 22 stig og ellefu fráköst að meðaltali sem skilaði honum tækifæri í atvinnumennsku.

Hélt hann til Frakklands þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár en það er ljóst að þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Keflavík fyrir komandi tímabil í Dominos-deild karla.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Körfubolti

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Auglýsing

Nýjast

Valur krækti í tvo öflulega leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Auglýsing