Formúla 1 hefur hætt við keppnishelgi mótaraðarinnar í Kína á næsta tímabili sökum strangra COVID-19 takmarkana þar í landi. Frá þessu greinir BBC.

Aðal þyrnirinn í augum forráðamanna Formúlu 1 er sú stefna stjórnvalda í Kína að veita starfsmönnum tengdum Formúlu 1, þar á meðal liðsmönnum liða mótaraðarinnar, ekki undanþágu frá einangrunar og sóttkvíarreglum ef Covid-19 smit kemur upp.

Forráðamenn Formúlu 1 hyggjast ekki reyna að koma á laggirnar keppnishelgi í öðru ríki í stað Kína en þá mun tímabilið í Formúlu 1 samanstanda af 23 keppnishelgum.