Bayern Munchen stendur til boða að fá brasilíska sóknartengiliðinn Philippe Coutinho á láni til eins árs samkvæmt heimildum þýskra fjölmiðla.

Börsungar vinna hörðum höndum að því að létta á launakostnaðinum þessa dagana í von um að félagið nái að semja við Neymar fyrir lokun félagsskiptagluggans.

Til þess verður Coutinho sem gekk til liðs við Barcelona í fyrra fórnað og er félagið tilbúið að leyfa honum að fara á lán án greiðslu, tuttugu mánuðum eftir að félagið greiddi morðfjár fyrir leikmanninn.

Samkvæmt heimildum Bild leituðust forráðamenn Barcelona eftir því að Bayern myndi fá leikmanninn á láni í stöðu sem Bæjurum vantar liðsstyrk.