Brasilíski sóknartengiliðurinn Philippe Coutinho mun leika með Aston Villa næstu mánuðina eftir að Börsungar og Aston Villa komust að samkomulagi um að lána Coutinho til Englands.

Með því snýr Coutinho aftur til Englands, fjórum árum eftir að hann var keyptur til Barcelona frá Liverpool sem þriðji dýrasti knattspyrnumaður sögunnar.

Börsungar eru að vinna í því að losa út fjármuni til að geta skráð spænska landsliðsmanninn Ferran Torres í leikmannahóp sinn.

Aston Villa er með forkaupsrétt á Coutinho að lánstímabilinu loknu.

Á þeim tíma var Coutinho einn af bestu sóknartengiliðum heims en honum hefur aldrei tekist að standa undir væntingum né verðmiðanum í treyju Börsunga.

Hjá Aston Villa hittir hann fyrir fyrrum liðsfélaga sinn, Steven Gerrard en þeir léku saman í tvö ár hjá Liverpool.

Samkvæmt erlendum miðlum ákvað Coutinho að söðla um til að fá að spila fleiri mínútur í aðdraganda HM 2022 í von um að komast aftur inn í brasilíska landsliðshópinn.