Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus segir að Douglas Costa eigi von á vænlegri sekt frá félaginu eftir að hafa verið vísað af velli fyrir að hrækja upp í andstæðing sinn gegn Sassuolo um helgina.

Costa missti gjörsamlega stjórn á sér undir lok leiksins og gaf Federico Di Francesco olnbogaskot, skallaði hann og hrækti að lokum upp í hann.

Var honum eðlilega vísað af velli en liðsfélagar hans náðu að innbyrða 2-1 sigur eftir fyrstu tvö mörk Cristiano Ronaldo fyrir félagið.

„Costa á von á sekt og á hana fyllilega skilið. Þessi viðbrögð komu mér á óvart,“ sagði Allegri en Costa má eiga von á allt að tíu leikja banni á Ítalíu sem þýðir að hann leikur ekki fyrr en í byrjun desember.