Enski boltinn

Conte kveður sem sigursælasti stjóri í sögu félagsins

Ítalski knattspyrnustjórinn Antonio Conte hefur fengið sparkið hjá Chelsea ef marka má heimildir ítalskra fréttamanna Skysports eins og greint hefur verið frá hér á Fréttablaðinu. Conte kveður félagið sem sigursælasti knattspyrnustjóri af þeim stjórum sem stýrt hafa 100 leikjum eða fleiri.

Antonio Conte fagnar bikarmeistaratitlinum sem Chelsea vann í vor. Fréttablaðið/Getty

Antonio Conte er að segja skilið við Chelsea til þess að rýma fyrir samlanda sínum Maurizio Sarri eins og sagt hefur verið frá hér á Fréttablaðinu.

Conte kveður félagið sem sá sigursælasti í sögunni af þeim knattspyrnustjórum sem stýrt haf liðinu í 100 leikjum eða fleiri. Þá er Conte einn af fjórum knattspyrnustjórum sem sigrað hafa ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu karla í fyrstu atrennu sinni. 

Hinir þrír eru José Mourinho og Carlo Ancelotti sem gerðu það sem knattspyrnustjórar Chelsea og Manuel Pellegrini sem tókst að gera slíkt sem stjóri Manchester City. 

Hér að neðan má sjá lista yfir sigursælustu knattspyrnustjóra sögunnar hjá Chelsea. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Enski boltinn

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing