Enski boltinn

Conte kveður sem sigursælasti stjóri í sögu félagsins

Ítalski knattspyrnustjórinn Antonio Conte hefur fengið sparkið hjá Chelsea ef marka má heimildir ítalskra fréttamanna Skysports eins og greint hefur verið frá hér á Fréttablaðinu. Conte kveður félagið sem sigursælasti knattspyrnustjóri af þeim stjórum sem stýrt hafa 100 leikjum eða fleiri.

Antonio Conte fagnar bikarmeistaratitlinum sem Chelsea vann í vor. Fréttablaðið/Getty

Antonio Conte er að segja skilið við Chelsea til þess að rýma fyrir samlanda sínum Maurizio Sarri eins og sagt hefur verið frá hér á Fréttablaðinu.

Conte kveður félagið sem sá sigursælasti í sögunni af þeim knattspyrnustjórum sem stýrt haf liðinu í 100 leikjum eða fleiri. Þá er Conte einn af fjórum knattspyrnustjórum sem sigrað hafa ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu karla í fyrstu atrennu sinni. 

Hinir þrír eru José Mourinho og Carlo Ancelotti sem gerðu það sem knattspyrnustjórar Chelsea og Manuel Pellegrini sem tókst að gera slíkt sem stjóri Manchester City. 

Hér að neðan má sjá lista yfir sigursælustu knattspyrnustjóra sögunnar hjá Chelsea. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

West Ham fær leyfi til að bæta við níu þúsund sætum

Enski boltinn

Gazza kærður fyrir kynferðislega áreitni

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Auglýsing

Nýjast

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Auglýsing