Antonio Conte, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham hefur verið verði greindur með gallblöðrubólgu og þarf að gangast undir aðgerð í dag þar sem gallblaðran verður fjarlægð. Frá þessu er greint í yfirlýsingu frá Tottenham.
Það var á dögunum sem Conte fór að finna fyrir miklum verkjum í kvið og við nánari skoðun lækna kom í ljós að verkirnir stöfuðu af gallblöðrubólgu.
Eftir aðgerðina í dag tekur við endurhæfingartímabil hjá Conte og mun hann snúa aftur til starfa að því loknu en ekki hefur verið sett fram endanleg dagsetning á endurkomu hans.
„Allir hjá félaginu senda honum batakveðjur,“ segir í yfirlýsingu Tottenham.
Næsti leikur Tottenham fer fram á sunnudaginn næstkomandi þegar að liðið tekur á móti Manchester City.