Conor McGregor segist vera spenntur fyrir því að mæta hnefaleikakappanum Floyd Mayweather aftur inn í hringnum á næstu árum.

McGregor snýr aftur í UFC á næstu dögum og var í viðtali hjá ESPN þar sem farið var um víðan völl.

Þar ræddi Conor meðal annars möguleikann á því að hann myndi ganga aftur inn í hnefaleikahringinn þar sem hann tapaði gegn hinum goðsagnarkennda Mayweather.

„Ég væri til í að mæta Floyd aftur, ég held að það væri gaman að skipuleggja annan bardaga. Hann hefur verið að gæla við það. Auðvitað gæti hann kosið að berjast við einhvern annan en það mun ekki vera það sama.“