Írska bardagastjarnan Conor McGregor hrósaði liðsfélaga sínum Gunnari Nelson eftir frábæra frammistöðu hans á UFC 286 í London í gærkvöldi.

Gunnar sigraði hinn bandaríska Bryan Barberena mep uppgjafartaki í fyrstu lotu. Einungis örfáar sekúndur voru eftir að lotunni þegar andstæðingur Gunnars gafst upp.

Í kjölfarið fór Conor á Twitter og tjáði sig um bardagann.

„Til hamingju Gunnar Nelson! Einn besti bardagakappi sem ég hef þekkt persónulega. Íslendingurinn er rosalegur bardagamaður!“ skrifaði hann.