Dana White staðfesti í kvöld að Conor McGregor myndi snúa aftur inn í UFC búrið þann 18. janúar næstkomandi þar sem hann mætir Donald Cerrone.

Það verður fyrsti bardagi Conor innan UFC samsteypunnar í tæpt eitt og hálft ár eða síðan hann tapaði gegn Khabib Nurmagomedov síðasta haust.

Írski bardagakappinn hefur verið reglulegur gestur á forsíðum blaðanna vegna vandræða í einkalífinu á þessum tíma.

Hann hefur tvisvar verið sakaður um kynferðisbrot og þá gekkst hann að því að hafa ráðist á eldri mann á knæpu í Dublin.

Conor tilkynnti á sínum tíma að bardagaferlinum væri lokið en hann mun nú snúa aftur í hringinn.