Bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hefur verið kærður fyrir sex umferðarlagabrot eftir að hann var handtekinn á dögunum eftir háskafullan akstur í Dublin.

Conor var stoppaður á Bentley Continental GT bifreið sinni, handtekinn en að lokum sleppt gegn tryggingu. Málsmeðferð hófst í dag.

Þar kom í ljós að hann væri kærður í tveimur liðum fyrir háskalegan akstur, tveimur liðum fyrir að keyra um á ótryggðum bíl og tveimur þáttum fyrir að vera ekki með ökuskírteini.

Málið verður tekið aftur fyrir um miðjan júní.