Kingsley Coman, kantmaður Bayern Munchen, verður ekki með franska landsliðinu gegn því íslenska á morgun vegna meiðsla.

Coman gat ekki tekið þátt í leik Frakka gegn Moldóvu fyrir helgi og staðfesti franska knattspyrnusambandið að Coman hefði fengið leyfi fyrir því að ferðast aftur til félagsliðs síns til að gangast undir nánari læknisskoðun.

Samkvæmt tilkynningunni sem franska knattspyrnusambandið sendi frá sér verður enginn leikmaður kallaður inn í hans stað.

Ísland mætir Frakklandi á þjóðarleikvangi þeirra annað kvöld sem verður annar leikur liðanna í undankeppni Evrópumótsins 2020.