Collin Anthony Pryor mun ekki leika með karlaliði Stjörnunnar í körfubolta á næsta keppnistímabili.

Collin hefur leikið með Stjörnunni síðustu tvö keppnistímabil en hann lék 56 deildarleiki og sjö bikarleiki með liðinu auk þess sem hann kom að þjálfun yngri flokka hjá félaginu.

Hann varð bæði bikar- og deildarmeistari með Stjörnunni á síðustu leiktíð. Collin hefur auk Stjörnunnar leikið með FSu og Fjölni hér á landi.

Fleiri breytingar hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar í sumar en Brandon Rozzell sem lék með liðinu á síðasta tímabili hefur samið við sænska liðið Luleå. Kanadíski skot­bakvörður­inn Kyle Johnst­on mun leysa hann af hólmi.