Phillip Cocu hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Derby County en hann tekur við starfinu af Frank Lampard sem var ráðinn stjóri Chelsea í gær.

Cocu sem er 48 ára gamall spilaði á sínum tíma 101 leiki fyrir hollenska landsliðið og gerði garðinn frægan með liðum á borð við PSV Eindhoven og Barcelona.

Eftir að leikmannaferlinum lauk tók hann við stjórnartaumunum hjá PSV sem gerði bæði að hollenskum meisturum og bikarmeisturum þar í lagi.

Þá tók hann við tyrkneska liðinu Fenerbahce fyrr á þessu ári en entist einungis 15 leiki í starfi þar. Derby County fór í umspil um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni síðasta vor en tapaði fyrir Aston Villa.