Knattspyrnukonan Cloé Lacasse sem leikið hefur ÍBV frá því árið 2015 hefur gert samning við portúgalska liðið Benfica.

Cloé lék 89 leiki með ÍBV og skoraði í þeim leikjum 60 mörk en hún varð bikarmeistari með liðinu sumarið 2017.

Benfica verður nýliði í portúgölsku efstu deildinni á komandi keppnistímabili.

Það er vonandi að Cloé sem er fædd í Kanada en fékk nýlega íslenskan ríkisborgararétt gnagi jafn vel að finna netmöskva andstæðinga sinna í Portúgal og hér heima.

Þettta er hins vegar gríðarleg blóðtaka fyrir ÍBV sem situr í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar með níu stig og tveimur stigum frá fallsæti.

Eyjaliðið hefur samið við bandaríska sóknarmanninn Brennu Loveru og fær hún það verðuga verkefni að fylla skarðið sem Cloé skilur eftir sitg.