Það bendir því allt til þess að Ronaldo sé á leiðinni aftur á Old Trafford, tólf árum eftir að hann yfirgaf félagið fyrir það sem var þá metfé til Real Madrid.

Fyrr í dag staðfesti Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, að Ronaldo hefði fengið heimild frá félaginu til að finna sér nýtt félag.

Lengst af var talið að Ronaldo væri á leiðinni til Manchester City og að hann væri búinn að samþykkja samningstilboð ensku meistaranna en honum virðist hafa snúist hugur.