Fyrir leikinn var Chelsea í öðru sæti deildarinnar en tíu stigum á eftir City. Fyrri hálfleikur var jafn og bæði lið fengu færi til að skora.
Það var hins vegar snilli hins belgíska, De Bruyne sem varð til þess að City fór með sigur af hólmi. Á 70 mínútu leiksins prjónaði hann sig upp völlinn og skoraði með laglegu skoti langt fyrir utan teiginn.
1-0 sigur City staðreynd og liðið með 13 stiga forskot á Chelsea eftir 22 leiki. Liverpool er 14 stigum á eftir City og á tvo leiki til góða.
Staða City er því frábær þó mikið sé eftir en fátt bendir til þess að lærisveinar Pep Guardiola missi flugið.