Manchester City tapaði stórt fyrir Leicester í enska boltanum um helgina 2-5 á heimavelli. Sum mörk Leicester voru ansi skrautleg og varnarmenn City litu ansi illa út.

Pep Guardiola var ekki lengi að rífa upp veskið og henti 65 milljónum punda til Portúgals í Ruben Diaz frá Porto. Manchester City hefur nú eytt 400 milljónum punda í varnarmenn frá því Guardiola tók við.

Það verður seint sagt að öll kaupin hafi gengið upp. John Stones, sem kom frá Everton á 47,5 milljónir punda, hefur ekki tekið skrefið upp í þann heimsklassa leikmann sem vonast var eftir. Benjamin Mendy, sem kostaði yfir 50 milljónir punda, hefur verið mikið meiddur, Danilo er farinn til Juventus í skiptum fyrir Joao Cancelo og 60 milljónir punda en hvorugur hefur skrifað nafn sitt í sögubækur City. Svona væri hægt að telja áfram.

400 milljónir punda telur 71 milljarð í íslenskum nýkrónum. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir slíkar krónur. ASÍ vildi í fyrra byggja 6000 íbúðir fyrir 60-70 milljarða. Borgarlínan mun kosta hið minnsta 70 milljarða og í þriðja fjáraukalagafrumvarpinu fyrir árið var lögð til 65 milljarða króna aukning á fjárheimildum fyrir yfirstandandi ár.