Enski boltinn

Chelsea staðfestir að Conte sé farinn

Chelsea sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að félagið hefði ákveðið að segja skilið við ítalska þjálfarann Antonio Conte eftir tvö ár með ítalska knattspyrnustjóranum.

Conte fyrir rúmu ári síðan þegar allt lék í lyndi en Chelsea sýndi honum enga miskun eftir slakt tímabil í deildinni. Fréttablaðið/Getty

Chelsea sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að félagið hefði ákveðið að segja skilið við ítalska þjálfarann Antonio Conte eftir tvö ár með ítalska knattspyrnustjóranum.

Conte kom til Chelsea sumarið 2016 stuttu eftir að hafa þar áður stýrt ítalska landsliðinu á EM 2016 og Juventus með góðum árangri og var hann ekki lengi að láta til sín taka.

Á fyrsta ári Conte varð Chelsea enskur meistari og bætti á þeim tíma metið yfir flesta sigra á tímabili þegar liðið vann þrettán leiki í röð en ári síðar sigldi hann heim enska bikarnum.

Missti Chelsea af sæti í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili og reyndist það ekki hjálpa Conte sem átti í stirðu sambandi við forráðamenn Chelsea sem leiddi til þess að hann fékk stígvélið.

Búast má við að Maurizio Sarri, landi Conte og fyrrum þjálfari Napoli, taki við Chelsea innan skamms en hann hefur verið orðaður við Chelsea undanfarna mánuði og fékk sig lausan frá Napoli í vor.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Enski boltinn

Kane snýr aftur um helgina

Enski boltinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Auglýsing

Nýjast

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Auglýsing