Chelsea staðfesti í dag að félagið hefði komist að samkomulagi við Ajax um kaupverðið á Hakim Ziyech. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Frank Lampard fær til Chelsea.

Ziyech sem kemur frá Marokkó kostar Chelsea tæpar fjörutíu milljónir evra en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun og semja um kaup og kjör.

Hann var í lykilhlutverki þegar Ajax komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og hefur haldið sama takti og farið fyrir liði Ajax á þessu tímabili.

Ziyech verður áttundi dýrasti leikmaðurinn í sögu Chelsea.