Enski boltinn

Chelsea niðurlægt á Etihad-vellinum

Chelsea var niðurlægt í dag þegar Manchester City tók sig til og pakkaði Lundúnarliðinu saman 6-0 á Etihad-vellinum í ensku úrvalsdeildinni.

Aguero þakkar fyrir stuðninginn þegar hann gekk af velli. Fréttablaðið/Getty

Chelsea var niðurlægt í dag þegar Manchester City tók sig til og pakkaði Lundúnarliðinu saman 6-0 á Etihad-vellinum í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea sýndi smá baráttuanda á upphafsmínútum leiksins en við fyrsta mark leiksins fauk það út í vindinn og gengu leikmenn City berserksgang.

Raheem Sterling kom heimamönnum yfir eftir kæruleysislegan varnarleik og stuttu síðar var Sergio Aguero búinn að skora tvö mörk þrátt fyrir að hafa brennt af úr dauðafæri þar áður.

Ilkay Gundogan skoraði fjórða mark City á 23. mínútu og leiddi City 4-0 í hálfleik.

Aguero átti skalla í slánna á upphafsmínútum seinni hálfleiks en fullkomnaði þrennuna stuttu síðar með marki af vítapunktinum.

Sterling var ekki hættur því hann skoraði sjötta mark City korteri fyrir leikslok en City komst nær því að bæta við marki en Chelsea á lokamínútunum.

Með sigrinum skýst City aftur upp fyrir Liverpool á markatölu en Liverpool á þó leik til góða.

Chelsea datt niður í 6. sætið í bili á markatölu, niður fyrir Arsenal og á því fyrir höndum baráttu við Skytturnar og Manchester United um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Enski boltinn

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing