Fótbolti

Chelsea náði sex stiga forskoti á Arsenal

Chelsea bar sigur úr býtum 2-1 þegar liðið fékk Newcastle United í heimsókn á Stamford Bridge í síðasta leik dagsins í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla síðdegis í dag.

Pedro lyftir hér boltanum laglega yfir Dubravka markvörð Newcastle United og kemur Chelsea yfir.

Spænski sóknartengiliðurinn Pedro og brasilíski vængmaðurinn Willian skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigri liðsins á móti Newcastle United í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Stamford Bridge í dag.

Pedro kom Chelsea yfir eftir tæplega tíu mínútna leik, en hann fékk hárnákvæma stungusendingu frá David Luiz úr varnarlínu bláliða og skilaði boltanum í markið með laglegu skoti sem fór í fallegum boga yfir Dubravka markvörð Newcastle United og í markið.  

Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks jafnaði Ciaran Clark miðvörður Newcastle United metin þegar hann stangaði boltann í bláhornið á mark Chelsea eftir góða hornspyrnu frá Matt Ritchie.

Þegar tæpur stundarfjórðungar var liðinn af síðari hálfeik skoraði Willian svo sigurmarkið í leiknum. Brasilíumaðurinn fékk þá boltann á vítateigshorninu á vítateig Newcastle United, kom sér í gott skotfæri og skoraði með föstu skoti sem fór eftir í hornið fjær. 

Chelsea hefur 47 stig í fjórða sæti deildarinnar eftir þennan sigur, en liðið náði sex stiga forskoti á Arsenal sem er sæti neðar. Þá er Chelsea einu stigi á eftir Tottenham Hotspur sem situr í þriðja sæti, en Tottenham Hotspur á leikinn við Manchester United sem fram fer á morgun til góða á Chelsea. 

Newcastle United er hins vegar í 18. sæti deildarinnar með 18 stig og er einu stigi frá því að komast upp úr fallsæti.  

Það voru Pedro og Willian sem skoruðu mörk Chelsea í leiknum gegn Newcastle United í dag. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing