Enski boltinn

Chelsea fyrsta liðið til að vinna City í vetur

Chelsea varð í kvöld fyrsta liðið til að sigra Manchester City á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea vann 2-0 sigur á heimavelli sínum.

Luiz og Barkley fagna marki þess brasilíska í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Chelsea varð í kvöld fyrsta liðið til að sigra Manchester City á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea vann 2-0 sigur á heimavelli sínum.

Það þýðir að Liverpool er eina ósigraða liðið í deildarkeppninni og situr í efsta sæti deildarinnar með eins stigs forskot á Manchester City.

Manchester City var meira með boltann og ógnandi í fyrri hálfleik en það var N'Golo Kante sem braut ísinn fyrir heimamann eftir góðan undirbúning Eden Hazard.

David Luiz bætti við marki á 78. mínútu eftir hornspyrnu Hazard en við endursýningu virtist Chelsea ekki hafa átt að fá hornspyrnuna.

Með sigrinum fór Chelsea upp fyrir nágrannalið sín Tottenham og Arsenal upp í þriðja sæti en Tottenham á leik til góða gegn Leicester í kvöld.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

United staðfestir ráðningu Ole Gunnar Solskjaer

Enski boltinn

Komið að leiðar­lokum hjá Jose á Old Trafford

Enski boltinn

Solskjaer að taka við Manchester United

Auglýsing

Nýjast

Emil fær nýjan þjálfara hjá Frosinone

Patrekur tekur við Skjern í sumar

„Raunhæft að komast upp í efstu deild í vor“

Burton og Man. City í undanúrslit deildarbikarsins

Napoli hafnaði risaboði í Koulibaly

Zlatan búinn að framlengja hjá LA Galaxy

Auglýsing