Dregið var í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag þar sem kom í ljós að Chelsea mætir Dynamo Kiev á sama tíma og Arsenal mætir Rennes. 

Jón Guðni Fjóluson er eini fulltrúi Íslands sem er eftir í keppninni eftir að lið hans, Krasnodar, sló út Bayer Leverkusen í gær og fékk rússneska félagið leik gegn Valencia í þessari umferð.

Chelsea sem vann sannfærandi 5-1 sigur samanlagt á Íslendingaliðinu Malmö í 32-liða úrslitunum bar sigur úr býtum í Evrópudeildinni 2013 og gæti þurft að vinna hana á ný til að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

Úkraínska liðið Dynamo Kiev kom fyrst upp úr hattinum til að koma í veg fyrir að þeir gætu mætt rússnesku félagi vegna deilna Rússlands og Úkraínu og fengu þeir Chelsea. Fyrri leikurinn fer fram í Lundúnum.

Skytturnar sem afgreiddu BATE Borisov 3-0 á heimavelli í gær og komust með því áfram í 16-liða úrslitin fengu franska liðið Rennes sem sló nokkuð óvænt út Real Betis í gær með 3-1 sigri á Spáni.

Leikirnir í 16-liða úrslitunum eru eftirfarandi:

Chelsea - Dynamo Kiev

Eintracht Frankfurt - Inter Milan

Dinamo Zagreb - Benfica

Napoli - Salzburg

Valencia - Krasnodar

Sevilla - Slavia Prague

Arsenal - Rennes

Zenit - Villarreal