Æfingarsvæði Chelsea í Surrey var tekið í gegn í dag og hver einasti millimeter hreinsaður. Frank Lampard, knattspyrnustjóri liðsins, gaf leikmönnum sínum frí í dag enda var hreinsuninn svo rosaleg að hún tók fjölmarga klukkutíma.

Enginn leikmaður eða þjálfari eða starfsmaður félagsins hefur fundið fyrir einkennum af kórónavírusnum en félagið vildi með þessu fyrirbyggja möguleg smit. Eins og staðan er nú mun leikur Chelsea og Aston Villa fara fram um helgina og svo er viðureign við FC Bayern í Meistaradeildinni fyrirhuguð fyrir luktum dyrum í Bæjaralandi.

Komi þó í ljós að leikmenn Leicester séu smitaðir þurfa leikmenn Aston Villa að fara í sóttkví og leikurinn ekki fara fram því því þau mættust fyrir skömmu. UEFA ætlar að hittast á þriðjudag og fara yfir málin og þar gæti komið í ljós hvort Meistaradeildin verði áfram spiluð. Chelsea er því eins og öll önnur lið í fótboltanum - bara að bíða og sjá.