Eftir tap Chelsea gegn Newcastle í dag er Chelsea búið að tapa jafn mörgum leikjum (8) í fyrstu 23. umferðunum og allt síðasta tímabil.

Chelsea er að berjast um fjórða sætið í deildinni þegar lokaspretturinn er framundan og þurfti að horfa á eftir mikilvægum stigum til Newcastle í kvöld.

Maurizio Sarri var látinn taka poka sinn síðasta sumar vegna óásættanlegs árangurs í ensku úrvalsdeildinni þegar Chelsea vann 21 leik og fékk 72 stig.

Spilamennska Chelsea hefur verið kaflaskipt þetta tímabilið og hefur liðið bæði unnið frábæra sigra en einnig tapað óvænt gegn minni spámönnum.

Chelsea þarf að vinna ellefu af síðustu fimmtán leikjum tímabilsins til að jafna stigafjölda síðasta tímabils.