Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti að félagið væri búið að bjóða Eden Hazard nýjan vænlegan samning í von um að binda enda á áhuga Real Madrid á Hazard.

Fréttir bárust frá Spáni í gærkvöldi þar sem fram kom að Real Madrid myndi leggja aukna áherslu á að fá Hazard sem á átján mánuði eftir af samningi sínum hjá Chelsea.

Hazard hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila einn daginn fyrir Real Madrid og hefur hann reglulega daðrað við hugmyndina í viðtölum.

Taki Hazard nýjasta samningstilboði Chelsea yrði hann launahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Sarri sagði á blaðamannafundi að það væri undir Hazard komið hvort að hann myndi skrifa undir.