Enski boltinn

Chelsea búið að bjóða Hazard nýjan risasamning

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti að félagið væri búið að bjóða Eden Hazard nýjan vænlegan samning í von um að binda enda á áhuga Real Madrid á Hazard.

Það hefur hægst á Hazard undanfarnar vikur eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Fréttablaðið/Getty

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti að félagið væri búið að bjóða Eden Hazard nýjan vænlegan samning í von um að binda enda á áhuga Real Madrid á Hazard.

Fréttir bárust frá Spáni í gærkvöldi þar sem fram kom að Real Madrid myndi leggja aukna áherslu á að fá Hazard sem á átján mánuði eftir af samningi sínum hjá Chelsea.

Hazard hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila einn daginn fyrir Real Madrid og hefur hann reglulega daðrað við hugmyndina í viðtölum.

Taki Hazard nýjasta samningstilboði Chelsea yrði hann launahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Sarri sagði á blaðamannafundi að það væri undir Hazard komið hvort að hann myndi skrifa undir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Enski boltinn

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing