Enski boltinn

Chelsea búið að bjóða Hazard nýjan risasamning

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti að félagið væri búið að bjóða Eden Hazard nýjan vænlegan samning í von um að binda enda á áhuga Real Madrid á Hazard.

Það hefur hægst á Hazard undanfarnar vikur eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Fréttablaðið/Getty

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti að félagið væri búið að bjóða Eden Hazard nýjan vænlegan samning í von um að binda enda á áhuga Real Madrid á Hazard.

Fréttir bárust frá Spáni í gærkvöldi þar sem fram kom að Real Madrid myndi leggja aukna áherslu á að fá Hazard sem á átján mánuði eftir af samningi sínum hjá Chelsea.

Hazard hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að spila einn daginn fyrir Real Madrid og hefur hann reglulega daðrað við hugmyndina í viðtölum.

Taki Hazard nýjasta samningstilboði Chelsea yrði hann launahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Sarri sagði á blaðamannafundi að það væri undir Hazard komið hvort að hann myndi skrifa undir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Sterling þótti bera af í nóvember

Enski boltinn

Vandræði hjá Liverpool með varnarlínuna

Enski boltinn

Mourinho hvílir stjörnurnar í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Valsmenn selja Pedersen til Moldavíu

Auglýsing