Enski boltinn

Chelsea bauðst að semja við Mbappe fyrir sex árum

Þegar Kylian Mbappe var aðeins þrettán ára gamall fór hann á reynslu hjá enska stórveldinu Chelsea en enska félagið vildi ekki bjóða honum samning án þess að fá að sjá hann betur á annarri æfingu.

Mbappe og Deschamps kyssa HM-bikarinn eftir leik Frakklands og Hollands í París á dögunum. Fréttablaðið/Getty

Þegar Kylian Mbappe var aðeins þrettán ára gamall fór hann á reynslu hjá enska stórveldinu Chelsea en enska félagið vildi ekki bjóða honum samning án þess að fá að sjá hann betur á annarri æfingu.

Hinn 19 ára gamli Mbappe sló í gegn með Monaco aðeins átján ára gamall og varð stuttu síðar einn af dýrustu leikmönnum heims þegar PSG keypti hann.

Var Mbappe besti leikmaður Frakklands á HM í sumar og þykir vera einn besti sóknarmaður heims þrátt fyrir að vera ekki orðinn tvítugur.

Fyrrum njósnari Chelsea, Serge Daniel Boga, fékk hann til félagsins á reynslu þar sem hann hitti leikmenn á borð við Didier Drogba og Florent Malouda. 

Þótti hann standa sig vel en félagið vildi skoða hann nánar en móðir hans ítrekaði að þetta væri tækifæri Chelsea á að semja við son sinn.

Þótti forráðamönnum Chelsea greinilegt að drengurinn var efnilegur sóknarmaður en óttuðust að hann væri ekki nægilega duglegur að vinna varnarvinnu og varð það félaginu að falli.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Enski boltinn

Fellaini lét hárið fjúka

Auglýsing

Nýjast

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Valur krækti í tvo öflulega leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Auglýsing