West Ham greiðir þrjátíu milljónir fyrir Zouma sem hefur verið á mála hjá Chelsea í sjö ár en aldrei náð að festa sig í sessi sem fyrsti kostur í miðvarðarstöðuna hjá Chelsea.

Forráðamenn Chelsea eru búnir að ræða við Koundé sem leikur með Seville um kaup og kjör ef félaginu tækist að selja Zouma.

Hamrarnir í West Ham greiða 30 milljónir fyrir Zouma en Sevilla hefur þegar hafnað tilboði í Koundé og vill fá fimmtíu milljónir punda fyrir unglingalandsliðsmanninn.

Takist Chelsea að ganga frá kaupunum verður Koundé þriðji leikmaðurinn sem bætist við leikmannahóp Chelsea í sumar á eftir Romelu Lukaku og markverðinum Marcus Bettinelli.