Frank Lampard staðfesti í dag að félagið væri að ganga frá kaupunum á sengalska markmanninum Edouard Mendy frá Rennes og verður hann sjöundi leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar.

Chelsea hefur verið að leita að nýjum markmanni eftir dapra frammistöðu Kepa Arrizabalaga undanfarin tvö ár.

Mendy er ætlað að styrkja varnarleik Chelsea og er annar markvörðurinn sem Chelsea kaupir frá Rennes eftir að enska félagið keypti Petr Cech á sínum tíma frá franska félaginu.

Senegalinn á að baki tvö tímabil í efstu deild franska boltans eftir að hafa leikið í neðri deildum franska boltans framan af á ferlinum.