HM 2018 í Rússlandi

Celades og Hierro stýra Spáni gegn Portúgal

Albert Celades og Fernando Hierro munu stýra spænska landsliðinu í fyrsta leik liðsins gegn Portúgal á föstudaginn á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þeir ætla að stíga inn til að leysa Julen Lopetegui af hólmi sem var rekinn í morgun.

Hierro, hér til hægri, lék á sínum tíma 89 leiki fyrir spænska landsliðið og skoraði í þeim 29 mörk þrátt fyrir að vera varnarmaður að upplagi. Fréttablaðið/Getty

Albert Celades og Fernando Hierro munu stýra liði Spánar gegn Portúgal eftir að Julen Lopetegui var sagt upp störfum fyrr í dag, aðeins tveimur sólarhringum fyrir fyrsta leik liðsins.

Lopetegui tók við liði Real Madrid á dögunum en það vakti mikla athygli að þetta væri tilkynnt svona þremur dögum fyrir mót. Var allt í upplausn í spænsku æfingarbúðunum í dag sem endaði með að þjálfarinn var rekinn.

Celades og Hierro voru báðir með spænska landsliðshópnum og munu þeir stýra liðinu gegn Portúgal á föstudaginn. Báðir tveir léku á sínum tíma fyrir spænska landsliðið.

Er Celades þjálfari U21 árs liðs Spánar en Hierro sem er goðsögn hjá Real Madrid starfar fyrir spænska knattspyrnusambandið. 

Eru Spánverjar ekki búnir að tapa leik í tvö ár undir stjórn Lopetegui en það verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu tekst að bregðast við þessu mótlæti svona rétt fyrir mót.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

BBC: Aðeins tveir með hærri einkunn en Hannes

HM 2018 í Rússlandi

Wilshere að yfirgefa Arsenal eftir sautján ár

HM 2018 í Rússlandi

Góð byrjun Rússa heldur áfram

Auglýsing

Nýjast

Sport

Zlatan í næsta Body Issue tímariti ESPN

HM 2018 í Rússlandi

Segir ekki ósætti innan þýska landsliðsins

HM 2018 í Rússlandi

Aftur byrjaði Senegal á sigri

Enski boltinn

Arsenal að kaupa þýskan markvörð

HM 2018 í Rússlandi

Blatter væntan­legur til Rúss­lands: Sér tvo leiki

HM 2018 í Rússlandi

Neymar haltraði af æfingu

Auglýsing