Cecilía Rán Rúnars­dóttir er fingur­brotin og verður ekki í leik­manna­hópi A kvenna á EM. Þetta kemur fram í Twitter færslu frá KSÍ.

Auður Scheving Svein­björns­dóttir kemur í hópinn í hennar stað og kemur til móts við ís­lenska liðið í dag.

Cecilía var einn af þremur mark­vörðum í EM-hópi Ís­lands, en hún meiddist á æfingu á föstu­daginn og er fingur­brotin.

Auður sem kemur inn fyrir Cecilíu hefur leikið einn A-lands­leik fyrir Ís­land. Hún leikur fyrir Aftur­eldingu í Bestu deild kvenna.