Edinson Cavani fór meiddur af velli í sigri PSG á Bordeaux í dag þegar aðeins nokkrir dagar eru í leik PSG og Manchester United í Meistaradeild Evrópu.

Stærstu stjörnur PSG hafa verið að meiðast undanfarnar vikur en það er ljóst að Neymar verður ekki með Parísar-mönnum í leikjunum.

Fyrir vikið mátti PSG varla við því að missa Cavani út en honum var skipt af velli í hálfleik í dag vegna meiðsla.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri PSG, getur þó huggað sig við það að Marco Verratti byrjaði leikinn og lék fyrstu 60. mínúturnar eftir að hafa verið að glíma við ökklameiðsli.