Enski boltinn

Casillas og Salah koma Karius til varnar eftir leik

Iker Casillas og Mohamed Salah komu Loris Karius, markmanni Liverpool, til varnar eftir að slæm mistök hans kostuðu Liverpool mark í 1-3 tapi gegn Dortmund í æfingarleik í gær.

Karius horfir á eftir vítaspyrnu Christian Pulisic í netið. Fréttablaðið/Getty

Iker Casillas og Mohamed Salah komu Loris Karius, markmanni Liverpool, til varnar eftir að slæm mistök hans kostuðu Liverpool mark í 1-3 tapi gegn Dortmund í æfingarleik í gær.

Karius hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir að hroðaleg mistök hans kostuðu Liverpool leikinn í 1-3 tapi gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Kom seinna í ljós að hann hefði hlotið heilahristing en hann virðist skorta allt sjálfstraust þessa dagana.

Slæm mistök hans í leik gegn Tranmere vöktu töluverða athygli og virtust stuðningsmenn Liverpool hafa fengið nóg af þýska markverðinum eftir mistökin í kvöld.

Hinn goðsagnarkenndi Casillas kom Karius til varnar í leikslok og tók Mohamed Salah einnig upp hanskann fyrir liðsfélaga sinn.

„Mun fólk aldrei hætta að ráðast á Loris Karius? Það eru mun fleiri alvarleg mál í heiminum andskotinn hafi það. Látið drenginn vera, hann er persóna eins og við öll sömul,“ sagði Casillas en Salah tók í sama streng á Twitter.

„Stattu í lappirnar og vertu sterkur Karius. Þetta gerist fyrir bestu leikmenn, hunsaðu þá sem eru hvað verstir.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

David Silva frá í nokkrar vikur

Enski boltinn

Gylfi klúðraði víti en Everton náði í stig

Enski boltinn

Joe Gomez skrifar undir langan samning

Auglýsing

Nýjast

Ensku liðin komin áfram

Noregur á enn von eftir stórsigur

Óðinn í liði umferðarinnar

Heimir: Tilvalið að Íslendingur kæli sætið

Segja Guðjón Val vera búinn að semja við PSG

Guðrún semur við Djurgården

Auglýsing