Enski boltinn

Carragher um hrákuna: Brást börnunum mínum

Jamie Carragher kom í viðtal hjá Sky News þar sem hann viðurkenndi hreinskilinn að ekkert gæti afsakað það að hrækja á aðra manneskju.

Carragher á góðri stundu ásamt Gary Neville. Fréttablaðið/Getty

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins og núverandi sparkspekingur hjá SkySports, baðst afsökunar í viðtali á Sky News rétt í þessu en hann viðurkenndi strax að hafa misst stjórn á sjálfum sér.

Carragher var sendur í tímabundið leyfi frá störfum sínum hjá SkySports en hann hefur ásamt Gary Neville verið eitt vinsælasta tvíeyki breska sjónvarpsins enda veitt góða innsýn inn í leikina.

„Þetta er viðbjóðslegt, það er ekki hægt að samþykkja svona hegðun, sama hvað hefur gengið á. Ég er fulltrúi Sky Sports og auðvitað fjölskyldu minnar og ég hef brugðist þeim. Ég er að bregðast krökkunum mínum, sérstaklega dóttur minni,“ sagði Carragher sem átti erfitt með að lýsa hvað hefði komið yfir hann.

„Þetta var bara augnabliks brjálæði, það er erfitt að segja nákvæmlega hvað gerðist. Þetta er mjög ólíkt mér og eitthvað sem ég taldi að ég myndi aldrei gera. Ég get sagt hvað sem er en það bætir ekki upp fyrir það sem ég gerði.“

Carragher sagðist þurfa að geta tekið betur á orðaskiptum líkt og þessum og bætti svo við að hann hefði hringt og beðið fjölskylduna afsökunar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sky setur Carragher í tímabundið bann fyrir hrákuna

Enski boltinn

Carrag­her hrækti í and­litið á 14 ára stelpu - mynd­band

Enski boltinn

City tapaði fyrsta æfingaleiknum

Auglýsing

Nýjast

Jöfnuðu á ævintýralegan hátt og komust áfram

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

Auglýsing