Sport

Carragher settur í bann út tímabilið

SkySports ákvað í dag að refsa Jamie Carragher með því að setja hann í bann frá störfum fyrirtækisins það sem eftir lifir tímabilsins eftir að myndband af honum að hrækja á bíl stuðningsmanns Manchester United rataði á netið.

Carragher lætur vaða. Mynd/Skjáskot.

SkySports tilkynnti í dag að Jamie Carragher, sparkspekingur stöðvarinnar og fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefði verið settur í bann frá störfum fyrirtækisins það sem eftir lifir tímabilsins eftir að hafa hrækt á bíl stuðningsmanns Manchester United um helgina.

Myndband af atvikinu rataði á netið en þar var stuðningsmaður Manchester United að stríða Carragher með því að minna hann á úrslit leiks Liverpool og Manchester United fyrr um daginn. Carragher virtist missa stjórn á sér og hrækti á bíl mannsins.

Þar sem maðurinn var með opna rúðu rataði hráka Carragher framan í unga dóttur hans sem sat í framsætinu en Carragher viðurkenndi í viðtali eftir þetta að þetta hefði verið óásættanleg hegðun.

Var hann settur í tímabundið leyfi og tók ekki leik Manchester City og Crystal Palace eins og áætlað var en nú staðfesti SkySports að refsing hans yrði að hann væri í banni það sem eftir lifir tímabilsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Fram fer vel af stað

Handbolti

ÍR nældi í sín fyrstu stig í vetur

Fótbolti

Liverpool áfram taplaust á toppnum

Auglýsing

Nýjast

Magni sendi ÍR niður um deild

Nýliðarnir unnu báðir í leikjum sínum

Berglind Björk skoraði tvö og varð markahæst

Afturelding og Grótta fara upp

Birgir og Ólafía náðu bæði niðurskurði

Landið að rísa aftur á Skaganum

Auglýsing