Sport

Carragher settur í bann út tímabilið

SkySports ákvað í dag að refsa Jamie Carragher með því að setja hann í bann frá störfum fyrirtækisins það sem eftir lifir tímabilsins eftir að myndband af honum að hrækja á bíl stuðningsmanns Manchester United rataði á netið.

Carragher lætur vaða. Mynd/Skjáskot.

SkySports tilkynnti í dag að Jamie Carragher, sparkspekingur stöðvarinnar og fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefði verið settur í bann frá störfum fyrirtækisins það sem eftir lifir tímabilsins eftir að hafa hrækt á bíl stuðningsmanns Manchester United um helgina.

Myndband af atvikinu rataði á netið en þar var stuðningsmaður Manchester United að stríða Carragher með því að minna hann á úrslit leiks Liverpool og Manchester United fyrr um daginn. Carragher virtist missa stjórn á sér og hrækti á bíl mannsins.

Þar sem maðurinn var með opna rúðu rataði hráka Carragher framan í unga dóttur hans sem sat í framsætinu en Carragher viðurkenndi í viðtali eftir þetta að þetta hefði verið óásættanleg hegðun.

Var hann settur í tímabundið leyfi og tók ekki leik Manchester City og Crystal Palace eins og áætlað var en nú staðfesti SkySports að refsing hans yrði að hann væri í banni það sem eftir lifir tímabilsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

Frakkland þriðja liðið í 16 liða úrslitin

HM 2018 í Rússlandi

Rúnar peppar Aron Einar fyrir leikinn á morgun

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Mbappe yngsti Frakkinn til þess að skora á stórmóti

HM 2018 í Rússlandi

Miðasölusvik upp á tæplega 110 milljónir

HM 2018 í Rússlandi

Þjálfari Nígeríu á von á 20 þúsund Íslendingum

HM 2018 í Rússlandi

Danmörk og Ástralía skildu jöfn

HM 2018 í Rússlandi

Nígeríumenn komnir til Volgograd

HM 2018 í Rússlandi

Leikplanið tekur mið af hitanum

Auglýsing