Norski stór­skák­meistarinn Magnus Carl­sen hefur loksins tjáð sig um meint svindl Hans Niemann gegn honum á Sinquefield mótinu. Málið hefur vakið mikla athygli í skákheiminum, enda ekki oft sem heimsmeistari ásakar aðra leikmenn um svindl.

„Kæri skák­heimur,“ segir Carl­sen á Twitter. „Á Sinquefi­eld mótinu tók ég þá for­dæma­lausu á­kvörðun að draga mig úr leik eftir skákina gegn Hans Niemann. Viku seinna á Champions skák­móta­röðinni, dró ég mig úr leik gegn Hans Niemann í upp­hafi leiks.“

Hann segist skilja von­brigði skák­sam­fé­lagsins, segist sjálfur vera pirraður og að hann vilji spila skák á bestu mótum í heimi.

„Ég trúi að það að svindla í skák sé stór­mál og ógn við leikinn,“ segir Carl­sen og hvetur mót­haldara til þess að fylgjast betur með kepp­endum.

„Ég trúi að Niemann hafi svindlað meira en hann hefur viður­kennt fyrir al­menningi,“ segir Carl­sen og telur hann að Niemann hafi ekki einu sinni verið að ein­beita sér af leiknum, samt hafi hann verið að yfir­spila Carl­sen.

Hann segir að eitthvað verði að vera gert gegn svindli, en Carlsen vill ekki spila gegn fólki sem hefur svindlað síendurtekið í fortíðinni.

Fréttin hefur verið uppfærð.