Fótbolti

Cardiff að kaupa framherja frá Nantes

Argentínski framherjinn Emiliano Sala er á leiðinni til Wales í viðræður við Cardiff City um vistaskipti frá Nantes eftir að franska félagið samþykkti tilboð Cardiff í Sala.

Sala í leik fyrir Nantes í haust. Fréttablaðið/Getty

Argentínski framherjinn Emiliano Sala er á leiðinni til Wales í viðræður við Cardiff City um vistaskipti frá Nantes eftir að franska félagið samþykkti tilboð Cardiff í Sala.

Sala sem er liðsfélagi Kolbeins Sigþórssonar yrði þá liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff.

Enskir fjölmiðlar fullyrða að kaupverðið á Sala verði hátt í átján milljónir punda sem hefur skorað tólf mörk í frönsku deildinni. Aðeins Kylian Mbappé og Nicolas Pepe hafa skorað fleiri mörk en Sala í deildinni.

Viðræðurnar virtust hafa siglt í strand á dögunum en forseti Nantes staðfesti í samtali við BBC að viðræður hefðu hafist á ný.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Enski boltinn

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Fótbolti

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Auglýsing

Nýjast

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Gunnar niður um eitt sæti á styrk­leika­lista UFC

City og Barcelona að berjast um Saul

Mourinho búinn að neita nokkrum starfstilboðum

Auglýsing