Sol Campbell hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri karlaliðs Soutend United í knattspyrnu en þjálfarteymi sem innihélt meðal annars Hermann Hreiðarsson og Andy Cole mun sömuleiðis hverfa á braut frá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í dag.

Campbell og Hermann tóku við stjórnartaumunum hjá Southend United í október á síðasta ári og þá var liðið nánast í ómögulegri stöðu í fallbaráttu ensku C-deildarinnar. Keppni var hætt í deildinni vegna kórónaveirufaraldursins og mun Southend United leika í D-deildinni á næstu leiktíð.

Félagið þakka Campbell fyrir störf sín í tilkynningunni en þar segir að koma hans hafi fært ferska vinda inn í leikmannahópinn og hann hafi staðið sig vel í að vinna með unga og efnilega leikmenn liðsins.

„Ég naut þess að vinna hjá félaginu þrátt fyrir að við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Við náðum í hagstæð úrslit og höfðum til að mynda betur á móti Bristol Rovers í síðasta leiknum fyrir hléið. Ég er reynslunni ríkari eftir tíma minn hérna," segir Campbell.