Formaður tennissambands Ástralíu, Craig Tiley segir ekki rétt að serbneski tenniskappinn Novak Djokovic ætli sér að kæra mótshaldara Opna ástralska meistaramótsins og á von á Djokovic meðal þátttakenda á næsta ári.

Tiley ræddi við ABC í Ástralíu deilur ástralskra stjórnvalda og Djokovic þar sem spurningin kom upp hvort að von væri á Djokovic á næsta ári og sagðist Tiley ekki gera ráð fyrir öðru.

Serbinn væri besti leikmaður heims og þætti vænt um Opna ástralska meistaramótið sem er fyrsta risamót ársins af fjórum.

Djokovic var vísað úr Ástralíu á dögunum eftir tæplega tveggja vikna deilu Serbans og ástralskra stjórnvalda um undanþágu Djokovic frá bólusetningarkröfu.

Serbinn ferðaðist til Ástralíu í upphafi árs eftir að hafa fengið undanþágu frá bólusetningarkröfunni áður en ríkisstjórn Ástralíu fór að skipta sér af málinu.