Byrjunarlið U21 árs landsliðs karla sem mætir Tékklandi í seinni leik liðanna í umspilinu fyrir EM 2023 hefur verið opinberað. Ísland fer inn í leikinn einu marki undir í einvíginu eftir að Tékkarnir fóru með 2-1 sigur af hólmi úr fyrri viðureign liðanna sem fór fram í Víkinni.

Seinni leikurinn fer fram í Tékklandi og hefst kl. 16:00 og er hann í beinni útsendingu á Viaplay.