Sara Björk Gunnarsdóttir byrjar á miðjunni hjá kvennalandsliðinu þegar Stelpurnar okkar mæta Póllandi í æfingaleik ytra í dag. Þetta er eini æfingaleikur kvennalandsliðsins fyrir mótið.

Þetta verður fyrsti byrjunarliðsleikur Söru í sextán mánuði eða frá því að hún greindi frá því að hún væri ólétt. Hún hefur til þessa komið inn af bekknum hjá landsliðinu og með félagsliði sínu.

Sara tekur sér stað á miðju íslenska liðsins ásamt Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur og tekur um leið fyrirliðabandið af Gunnhildi.

Sif Atladóttir byrjar í bakvarðastöðunni hægra megin og Guðrún Arnadóttir í miðverðinum við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur. Að lokum er Hallbera Guðný Gísladóttir á sínum stað í bakverðinum.