Þrjár breytingar verða gerðar á byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu frá tapleiknum gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 þegar liðið mætir Andorra á Laugardalsvellinum í kvöld.

Rúnar Már Sigurjónsson og Jóhann Berg Guðmundsson fóru meiddir af velli í tapinu gegn Frakklandi í síðustu umferð undankeppninnar á föstudagskvöldið síðastliðið.

Arnór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason koma inn í byrjunarliðið í stað þeirra og leikið verður leikkerfið 4-4-2.

Þá fær Kári Árnason sér sæti á varamannabekknum og Jón Guðni Fjóluson leikur í hans stað í miðri vörn íslenska liðsins.

Byrjunarlið íslenska liðsins verður þannig skipað í kvöld:

Mark: Hannes Þór Halldórsson

Vörn: Ari Freyr Skúlason, Jón Guðni Fjóluson, Ragnar Sigurðsson, Guðlaugur Victor Pálsson

Miðja: Arnór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson (f), Arnór Ingvi Traustason

Sókn: Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Sigþórsson.