Sjö breytingar eru á byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins frá 4-0 sigrinum gegn Tékkum á dögunum fyrir leikinn gegn Kýpur í kvöld.

Sif Atladóttir er ein þeirra sem kemur inn og tekur við fyrirliðabandinu en hún kemur í miðja vörnina við hlið Ingibjargar Sigurðardóttur sem kemur inn í stað Guðrúnar Arnardóttur.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir tekur sér stöðu í marki íslenska liðsins og Elísa Viðarsdóttir kemur inn en þær koma inn fyrir Söndru Sigurðardóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur.

Alexandra Jóhannesdóttir kemur inn á miðjuna fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og leikur við hlið Dagnýjar Brynjarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Þá er Amanda Andradóttir í byrjunarliði Íslands í fyrsta sinn en hún myndar sóknarþríeyki Íslands með Sveindísi Jane Jónsdóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur sem skoraði gegn Tékkum á dögunum.

Byrjunarliðið

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)

Guðný Árnadóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Sif Atladóttir (F)

Elísa Viðarsdóttir

Alexandra Jóhannsdóttir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Dagný Brynjarsdóttir

Amanda Jacobsen Andradóttir

Sveindís Jane Jónsdóttir

Svava Rós Guðmundsdóttir