Þorsteinn Halldórsson gerir engar breytingar á byrjunarliði Íslands frá leiknum gegn Póllandi fyrir leik Íslands og Belgíu á Evrópumóti kvenna í dag.

Sif Atladóttir heldur stöðu sinni í stöðu hægri bakvarðar en Guðný Árnadóttir sem var talið að yrði fyrsti kostur í bakvarðarstöðuna er á bekknum.

Guðrún Arnardóttir er við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur og reynsluboltinn Hallbera Guðný er með þeim í varnarlínunni.

Miðjuna skipa þær Sara Björk Gunnarsdóttir sem ber fyrirliðabandið, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og á köntunum eru þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er í fremstu víglínu.