Þetta er síðasti æfingaleikur Íslands af þremur í þessu landsleikjahléi eftir nauman sigur á Færeyjum og 1-2 tap gegn Mexíkó í síðustu viku.

Rúnar Alex Rúnarsson, Guðmundur Þórarinsson, Andri Fannar Baldursson, Mikael Neville Anderson og Albert Guðmundsson koma inn í lið Íslands.

Þeir taka stöður Ögmundar Kristinssonar, Valgeirs Lunddal Friðrikssonar, Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, Jóns Dags Þorsteinssonar og Kolbeins Sigþórssonar.

Þetta verður sjöunda viðureign Íslands og Póllands í karlaflokki en til þessa hefur Pólland unnið fimm leiki og einum leik lokið með jafntefli.