Þjálfarateymið gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands frá jafnteflinu gegn Armeníu fyrir leikinn gegn Liechtenstein í kvöld.

Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í riðlinum gegn Liechtenstein en fyrri leik liðanna lauk með 4-1 sigri Íslands. Það er eini sigur Íslands í undankeppninni til þessa.

Elías Rafn Ólafsson heldur sæti sínu í markinu og Brynjar Ingi Bjarnason í hjarta varnarinnar. Við hlið Brynjars í kvöld verða þeir Alfons Sampsted, Daníel Leó Grétarsson og Guðmundur Þórarinsson.

Birkir Bjarnason fær Stefán Teit Þórðarson inn á miðjuna í stað Guðlaugs Victors Pálssonar sem gaf ekki kost á sér og er Albert Guðmundsson með þeim á miðjunni.

Í fremstu víglínu er Viðar Örn Kjartansson en á köntunum verða þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Þórir Jóhann Helgason.